Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins - 678 svör fundust
Niðurstöður

Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?

Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...

Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleid...

Hefðbundin endurskoðunarmeðferð

Sáttmálum Evrópusambandsins er hægt að breyta eftir tveimur leiðum. Annars vegar í samræmi við hefðbundna endurskoðunarmeðferð og hins vegar með einfaldaðri endurskoðunarmeðferð (48. grein sáttmálans um Evrópusambandið, SESB). Hefðbundinni endurskoðunarmeðferð má lýsa með eftirfarandi hætti: Ríkisstjórn hvaða ...

Ráðið

Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reg...

Sérstök lagasetningarmeðferð

Flestar lagagerðir Evrópusambandsins eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð þar sem Evrópuþingið og ráðið hafa sama vægi í löggjafarferlinu. Í sérstökum tilvikum er afleidd löggjöf ESB hins vegar samþykkt af hálfu ráðsins með þátttöku Evrópuþingsins eða, í örfáum tilfellum, af hálfu Evrópuþingsins með þá...

Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?

Þetta er að hluta til rétt. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins verður að heita „euro“ í opinberum skjölum sambandsins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Í öðrum skjölum, svo sem landslögum aðildarríkjanna, er ríkjunum heimilt að nota annan rithátt, í samræmi við málfræðireglur og hefðir viðkomandi tu...

Nice-sáttmálinn

(Nice Treaty) var samþykktur árið 2000 en tók ekki gildi fyrr en árið 2003 þegar Írar höfðu samþykkt hann. Greiddi götuna fyrir stækkunina sem var í vændum og kvað á um fulltrúafjölda í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu....

Dómstóll Evrópusambandsins

Dómstóll Evrópusambandsins (e. Court of Justice of the European Union, CJEU), áður kallaður Evrópudómstóllinn (e. European Court of Justice, ECJ), er æðsta dómsvald ESB og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1952 með Parísar-sáttmálanum sem hluti af Kola- og stálbandalagi Evrópu. Tuttugu...

Evrópska lögregluskrifstofan

Evrópska lögregluskrifstofan (e. European Police Office, EUROPOL) er löggæsla Evrópusambandsins. Hlutverk hennar er að aðstoða aðildarríkin við að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi. Lögregluskrifstofan vinnur einnig náið með löggæsluyfirvöldum í ríkjum sem ekki eru aðildarríki Evrópusambandsins, svo sem Kanada, Ás...

Dreifræðisreglan

Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu. Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...

Meðalgöngustefna

Meðalgöngustefna (e. application to intervene) er réttarfarsúrræði sem heimilar aðila að ganga inn í mál annarra ef úrslit þess skipta hann máli að lögum. Í svonefndu Icesave-máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum gerði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að mynda kröfu um að hafa meðal...

Myndi ESB veita styrki til jarðganga eða brúarsmíði hér ef til aðildar kæmi?

Tæpum þriðjungi af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins er varið til að bæta samgöngur í aðildarríkjunum á tímabilinu 2007-2013. Ef Ísland gerðist aðili að sambandinu má gera ráð fyrir að stuðningur til slíkra verkefna fengist einnig hér á landi. Ákvörðun um hvaða verkefni hlytu stuðning, jarðgöng, brúarsmíði, alm...

Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?

Með Lissabon-sáttmálanum eykst vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku Evrópusambandsins með því að ráðið (Council of the European Union, áður kallað ráðherraráð) og Evrópuþingið taka sameiginlega ákvarðanir á enn fleiri sviðum en áður. Þá felur sáttmálinn einnig í sér breytingar á fjölda og hlutföllum þingmanna á E...

Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á „efnahagslegan ávinning“. Hér verður notast við raunhagvöxt á mann, það er breytingar á landsframleiðslu á mann. Síðan evran var tekin upp árið 1999 hefur raunhagvöxtur á mann dregist saman í evrulöndunum. Óvíst er hins vegar hvort evrunni sé...

Hver er stefna ESB í umhverfismálum?

Stefna Evrópusambandsins í umhverfismálum miðar að því að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnan byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisspjöllum og styðst við mengunarbótaregluna sem segir að sá sem er ábyrgur fyrir mengun og umhverfisspjöllum skuli greiða kostnaðinn. Löggjöf ESB á sviði u...

Leita aftur: